Færsluflokkur: Matur og drykkur

Mjög villandi frétt um sviðasultu

Af frétt Mbl má skilja að verið sé að svindla á neytendum eina ferðina enn. Svo er sem betur fer ekki og vantar verulega á að túlkun Neytendasamtakanna sé leiðbeinandi fyrir neytendur.

 Kjöt inniheldur um 73% vatn og það væri ekki frétt að segja að lambalæri innihéldi 73% vatn. Kjöt án vatns væri eins og harðfiskur. Það sem væntanlega er verið að ýja að er hversu mikið viðbætt vatn er í sviðasultu.

 Í tilfelli SS er það um 40% og svipað hjá öðrum framleiðendum og gerir það að varan heitir sviðasulta en ekki t.d. pressuð svið sem væri önnur vara með minna viðbættu vatni.

Tölur Genís sem vitnað er til er ekki staðall heldur meðaltal vara á markaði sem rannsakaðar eru.


mbl.is Allt að 80% vatn í sviðasultu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband